top of page
Search
FN

Vetrarbollur



Er nokkuð betra en að byrja helgina á nýbökuðum bollum? Þessar bollur koma okkur í jólaskap og innihalda m.a. Whey 100 vanillupróteinið okkar.


Tips: Frystu bollurnar og gríptu nokkrar þegar þú hefur lítinn tíma. Þá færðu nýbakaðar bollur þó þú hafir ekki tíma til að baka.


Undirbúningstími: 30-40 mínútur Heildartími: 2 tímar

Fjöldi: 15 stk. Hitaeiningar: 200/stk


Innihald:

· 50 g. ger

· 3 dl. mjólk

· 1 egg

· 3 msk sýrður rjómi (u.þ.b. 80g)

· 2 msk. hunang eða 50 g. sykur

· 175 g. heilhveiti

· 470-500 g. hveiti

· Salt

· 1 tsk. vanilluduft + 50 g Whey 100 vanilluprótein

· 1 epli (120 g), 2 tsk. kanill og 1 tsk. kardimommukrydd


Aðferð:

1. Setjið mjólkina í skál og bætið gerinu saman við.

2. Rífið eplið í rifjárni og setijð í skálina ásamt egginu, sýrða rjómanum, hunanginu, kanilnum, kardimommukryddinu, vanilluduftinu og saltinu og hrærið saman.

3. Bætið hveitinu, heilhveitinu og próteinduftinu í skálina og hnoðið í 10 mínútur eða þangað til deigið hefur hnoðast vel saman.

4. Smyrjið skál með olíu og setjið deigið í skálina. Setjið plastfilmu og viskastykki yfir skálina og látið hefast í 1 klst.

5. Skiptið deiginu í 15 hluta, mótið bollur og setjið á bökunarplötu.

6. Setjið plastfilmu og viskastykki yfir bollurnar og látið þær hefast í 30 mínútur.

7. Penslið bollurnar með hrærðu eggi og setjið etv örlítinn perlusykur og saxaðar möndlur á hverja bollu.

8. Bakið bollurnar við 200 gráður í forhituðum ofni í 12-14 mínútur.

9. Látið bollurnar kólna á bökunargrind og njótið.


Höfundur: Camilla Drabo

47 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page