top of page
Search
  • FN

Próteinríkt bananabrauð

Updated: Feb 14, 2022



Snarl með síðdegiskaffinu eða eftirréttur. Við getum ekki lofað að þú látir eina sneið duga þegar þú hefur smakkað próteinríka bananabrauðið okkar.


Undirbúningstími: U.þ.b. 1 klst.


Magn: 12 skammtar / 12 þykkar sneiðar


Hitaeiningar: U.þ.b. 170 hitaeiningar í hverjum skammti (1 skammtur = 1 þykk sneið bananabrauð)


Innihald:

· 50 g próteinduft (u.þ.b. 1,5 skeið*) – með vanillubragði.

· 225 g heilhveiti

· 2 egg

· 5 msk bráðið smjör eða olía

· 300 g vel þroskaðir bananar (4 meðalstórir bananar)

· ½ dl léttmjólk

· 1 msk lyftiduft

· 1 tsk salt

*1 skeið = 35g (þú finnur mæliskeið í Functional Nutrition Whey 100 prótein pokanum þínum)


Aðferð:

· Ofninn er forhitaður í 170 gráður eða 150 gráður í blástursofni.

· Öllu hráefninu er blandað saman í skál. Stappið banana með gaffli áður en þeim er bætt út í.

· Hrærið vel saman með sleif.

· Smyrjið brauðform eða hyljið það með bökunarpappír og hellið deiginu í formið. Látið brauðið bakast í 50-60 mínútur.

· Stingið gaffli eða tannstöngli niður í miðju brauðsins undir lok bökunartímans. Ef ekkert deig er á gafflinum er brauðið tilbúið.

· Látið brauðið kólna í 10 mínútur áður en það er tekið úr forminu.


Ef þú vilt gefa brauðinu smá auka bragð geturðu bætt við bæði söxuðum hnetum og/eða súkkulaði. Þetta er ekki hluti af hitaeiningaútreikningnum.


Einnig má setja allskonar álegg á brauðið.

413 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page