top of page
Search

Bananakaka

FN


Þú þekkir tilfinninguna að langa í eitthvað sætt með kaffinu um helgar. Þessi bananakaka er sæt og góð en samt holl og einföld að baka. Það eina sem þú þarft eru bananar, egg, lyftiduft, salt, dökkt súkkulaði og smá vanilluprótein.


Magn: 1 brauð (u.þ.b. 10-12 sneiðar eftir þykkt)


Hitaeiningar: 1359,4 kkal (136 kkal á sneið m.v. 10 sneiðar)


Innihaldsefni:

• 3 bananar

• 3 egg

• 1 tsk. matarsódi

• 1 tsk. salt

• 100 g dökkt súkkulaði (72%)


Aðferð:

· Stillið ofninn á 150 gráður á blástur.

· Stappið bananana með gaffli.

· Bætið síðan eggjum, próteindufti, salti og lyftidufti við og hrærið.

· Saxið súkkulaðið og bætið því út í deigið (deigið er frekar þunnt).

· Fóðrið form með bökunarpappír og bakið brauðið í u.þ.b. 50 mín. eða þar til bakað í gegn.

· Geymið í kæli.


Höfundur: Louise Hastrup Hundal




 
 
 

Comments


Functional Nutrition fréttabréf
Viltu fá góð æfingaráð, upplýsingar um nýjar vörur og tilboð? Skráðu þig þá hér:

Takk fyrir skráninguna!

HAFA SAMBAND

info@functionalnutrition.is

S: 783 3020

Fylgdu okkur á

  • Facebook
  • Instagram
bottom of page