top of page
Search
  • FN

Uppskrift - Skyrskál með bláberjum

Updated: May 19, 2021




Vantar þig hugmynd að morgunmat? Hér er uppskrift að skyrskál með bláberjum og vanillu. Hún er bæði einföld og saðsöm. Þú getur svo toppað með því sem þú vilt t.d. ávöxtum, hnetum eða öðru.


Undirbúningstími: 5-7 mínútur


Magn: 1 skammtur


Hitaeiningar: Ca. 380 hitaeiningar (Ca. 280 hitaeiningar án toppsins)


Innihald:

· 35 grömm Whey 100 Vanillu prótein (1 skeið*) – eða þín uppáhalds bragðtegund

· 125 grömm frosin bláber

· 100 ml hreint skyr

· Slatti af klökum (mikilvægt ef berin eru ekki frosin)


*1 skeið = 35 grömm (þú finnur mæliskeið í Functional Nutrition próteinpokanum)


Toppur:

· 2-3 msk kókosmjöl

· Handfylli af ferskum bláberjum

· Hálfur banani í sneiðum


Aðferð:


Öll innihaldsefnin sett í blandara og blandað í 30 sekúndur eða þar til allt er blandað vel saman. Blandan á að vera frekar þykk. Setjið blönduna í skál og toppið með kókosmjöli, bláberjum og bananasneiðum.


Þá er það tilbúið! Við vonum að þetta gefi þér gott veganesti út í daginn!



Höfundur: Anne Larsen

271 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page