top of page
Search
  • FN

Uppskrift - Prótein pönnukökur


Stundum langar mann í eitthvað sætt sem er auðvelt og fljótlegt að útbúa. Hér er uppskrifta að prótein pönnukökum, sem auðvelt er að búa til. Njóttu þeirra í morgunmat ásamt t.d. grískri jógúrt og berjum.


Undirbúningstími: 25-30 mínútur


Magn: 8-10 miðlungsstórar pönnukökur


Hitaeiningafjöldi: U.þ.b. 350 kaloríur hver skammtur (= helmingurinn af pönnukökunum u.þ.b 4-5 pönnukökur)


Innihaldsefni:

· 2 egg

· 50 grömm próteinduft að eigin vali (u.þ.b. ein og hálf mæliskeið*)

· 50 grömm haframjöl (u.þ.b. ein og hálf mæliskeið*)

· 1 banani

· 1 msk. hveiti

· 1 msk. lyftiduft

· 1 tsk. salt

· 200 ml léttmjólk


*1 mæliskeið = 35 grömm (þú finnur mæliskeið í Functional Nutrition próteinduft pokanum þínum)


Aðferð:

· Öll innihaldsefnin sett í blandara og blandað í 30 sek þangað til allt hefur blandast vel saman. Einnig er hægt að blanda innihaldsefnin með gaffli. Þá verður áferðin á pönnukökunum grófari.

· Hitið pönnu og notið þá steikingarolíu eða steikingarsprey sem þið kjósið.

· Steikið pönnukökurnar á báðum hliðum þangað til þær eru gullinbrúnar og steiktar í gegn.

· Gott er að bera pönnukökurnar fram með ferskum berjum, grískri jógúrt eða nokkrum hnetum.


Höfundur: Anne Larsen
6,106 views0 comments

Recent Posts

See All

Opmerkingen


bottom of page