Undirbúningstími: 7 mínútur
Magn: 1 skammtur
Hitaeiningafjöldi: Ca. 430 hitaeiningar (Einungis grauturinn = ca. 280 hitaeiningar)
Hráefni:
· 1 dl haframjöl
· 1 dl léttmjólk eða plöntumjólk
· 1 dl vatn
· Salt á hnífsoddi
· 35 g próteinduft að eigin vali – við mælum með súkkulaði próteini frá Functional Nutrition. *1 mæliskeið = 35 g (þú finnur mæliskeið í Functional Nutrition próteinpokanum)
Út á grautinn:
· 100 gr frosin hindber
· 15 gr hakkaðar heslihnetur
Aðferð:
· Byrjið á að gera það sem fer út á grautinn.
· Sjóðið vatn í potti eða í skál í örbylgjuofni (2 mínútur á hæsta styrk).
· Setjið frosnu hindberin í sjóðandi vatnið og látið þau bíða í 1 mínútu. Þannig fæst mjúkt mauk og búið er að skola bakteríur af berjunum. Síið vatnið frá.
· Saxið heslihneturnar frekar fínt.
Hafragrautur - í örbylgjuofni
Setjið haframjöl, mjólk, vatn og salt í djúpan disk eða skál og hrærið í. Setjið skálina í örbylgjuofn í 2 mínútur. Bætið síðan próteinduftinu í skálina og hrærið vel. Bætið við vökva ef ykkur finnst grauturinn of þykkur. Setjið grautinn aftur í örbylgjuofninn í 30 sekúndur. Endið á að setja hindber og heslihnetur út á grautinn!
Hafragrautur – á eldavél
Setjið haframjöl, mjólk, vatn og salt í pott. Látið suðuna koma upp og hrærið í. Látið sjóða við vægan hita í 2 mínútur og hrærið í eftir þörfum. Bætið síðan próteindufti í grautinn og hrærið vel í. Bætið við vökva ef ykkur finnst grauturinn of þykkur. Endið á að setja hindber og heslihnetur út á grautinn!
Anne Larsen næringarfræðingur
Comments