top of page
Search
  • FN

Próteinríkar kókoskúlur
Kókoskúlur með próteini og smá kaffibragði - hvað gæti verið betra?


Undirbúningstími: 10 mínútur Biðtími: 30 mínútur


Innihaldsefni (12 stk.)

· 70 g. möndlur

· 70 g. haframjöl

· 200 g. döðlur

· 2-3 msk. kakóduft

· 5-6 msk. kaffi


Aðferð:

1. Byrjið á að mala möndlurnar í blandara þar til þær verða að fínu mjöli.

2. Bætið við haframjöli og döðlum og blandið vel saman.

3. Bætið við kakódufti, próteindufti og kaffi og hrærið saman.

4. Geymið deigið á köldum stað í hálftíma.

5. Skiptið deiginu í 12 hluta, rúllið í kúlur og veltið upp úr kókosmjöli.Höfundur: Camilla Drabo

246 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page