top of page
Search
  • FN

Próteinþeytingur
Það tekur aðeins þrjár mínútur að gera þennan bragðgóða próteinþeyting. Frábær ef þig vantar millimál eða ef þú vilt bara breyta til á morgnana. Bananinn veitir góða fyllingu og sætu sem vegur upp á móti ferskum jarðarberjunum.


Undirbúningstími: 3-5 mínútur

Magn: Ca. 750 ml

Hitaeiningar: Ca. 230 hitaein. í hverjum skammti (= helmingurinn af heildarmagninu ca. 375 ml)


Innihald:

· 50 gr Whey 100 Strawberry (ca. 1,5 skeið) – eða sú bragðtegund sem þér finnst best

· 150 gr fersk eða frosin jarðarber

· 100 ml hreint skyr

· 1 banani

· 250 ml appelsínusafi

· E.t.v. slatti af klökum (sérstaklega ef berin eru ekki frosin)


Aðferð:

Öll innihaldsefnin sett í blandara og blandað í ca 30. sek eða þar til allt hefur blandast vel saman.


Svona einfalt er það! Hellið í glas eða setjið í skál og toppið með ferskum berjum og banana.Höfundur: Anne Larsen

115 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page