
Þessi græni þeytingur er einstakleg hollur og góður. Og það tekur enga stund að útbúa hann.
Innihald:
· 1 banani – vel þroskaður
· 1 skeið Whey 100 vanillu próteinduft frá Functional Nutrition
· 200 g blandað frosið grænt grænmeti (t.d. spínat, grænkál, spergilkál og edamame baunir)
· Vatn eftir smekk m.v. hversu þykkan þú vilt hafa þeytinginn
Það er mikilvægt að bananinn sé nógu þroskaður svo hann geri þeytinginn nægjanlega sætan. Þú getur líka bætt við 1-2 döðlum fyrir auka sætu.
Aðferð:
Öll innihaldsefnin sett í blandara og blandað í ca 30. sek eða þar til allt hefur blandast vel saman.
Gerist ekki einfaldara og hollara!
Höfundur Louise Hastrup Hundal
Comments