top of page
Search
  • FN

Allt sem þú þarft að vita um Iso Whey prótein

Updated: Jul 5, 2021


Fruity Iso Whey - hvað er nú það? Ert þú líka ein/n af þeim sem hefur velt því fyrir þér? Sestu þá niður og leyfðu okkur að útskýra það fyrir þér. Auðvitað þarftu að vita eitthvað um vöruna áður en þú prófar að kaupa hana.


Hver er munurinn á Iso Whey próteini og venjulegu Whey 100 próteini?

Til að útskýra það er auðveldast að byrja á því að lýsa muninum á mysupróteini og einangruðu mysupróteini. Til að útskýra það er hér dæmi um súkkulaði: Margir borða „hreint“ súkkulaði - svo þú hefur líklega tekið eftir því að framleiðendur skrifa hreinleika súkkulaðisins framan á vöruna með prósentu af kakói. Þú veist hvernig mjólkursúkkulaði bragðast - það inniheldur venjulega 25-36% súkkulaði. Restin er fita, sykur osfrv. En því hærri sem prósentan/hreinleikinn er, því dýrara og rammara verður súkkulaðið. Fyrir suma er 90% súkkulaði næstum óætt, því það er svo hreint að það bragðast í raun ekki vel. Það sama á við um próteinduft. Whey 100 próteinduftið okkar (mysupróteinduft) er með 70-75% próteininnihald, sem er góður upphafspunktur ef þú vilt bæði gott bragð og hátt próteininnihald. Í mysupróteini er ennþá mikið af laktósa og fitu, þannig að góða bragðið varðveitist.


Bragðast þá Iso Whey próteinið okkar illa vegna mikils próteininnihalds?

Þegar við ákváðum að þróa Iso Whey próteinið okkar, vildum við ekki byrja á því að blanda saman römmu bragði og sætu bragði því við höfum séð svo oft að það virkar ekki. Ímyndaðu þér í staðinn að þú sért að drekka glas af svalandi safa eða smoothie þegar þú prófar Iso Whey próteinið okkar í fyrsta skipti. Við getum verið alveg heiðarleg: Það bragðast ekki eins og venjulegt próteinduft. Við völdum einmitt safabragð vegna þess að það fer vel með náttúrulega ramma bragðinu sem fylgir einangraða próteininu. Iso Whey próteinið okkar er með meira en 80% próteininnihald sem þýðir að það inniheldur nánast engin kolvetni eða fitu. Nánar tiltekið þýðir þetta að þú getur búist við auðdrekkanlegri próteinblöndu sem sker sig úr hópnum - svo gerðu bragðlaukana tilbúna til að prófa eitthvað nýtt.


Hvenær á að nota Iso Whey?

Functional Nutrition Iso Whey er hægt að nota á sama hátt og Whey 100 próteinið. Þú átt s.s. að nota það sem viðbótar prótein inntöku. Og það er nokkurn veginn undir þér komið hvenær þú vilt neyta þess, en margir velja að neyta þess eftir æfingu.


Hvernig er Iso Whey framleitt?

Mysupróteinþykknið fer auka ferð í gegnum „hreinsunarferlið“ þegar mysan er skilin frá mjólkinni. Hér er allt nema prótein fjarlægt, þannig að þú endar með hreinasta form próteins - venjulega 90%, áður en bragðefnum er bætt við.


Fyrir hvern er það?

Það er auðvitað einstaklingsbundið hvort fólk vill prófa Iso Whey en við mælum sértsaklega með því fyrir þá sem eru vanir því að nota próteinduft og vilja hærra próteininnihald og minni kolvetni og fitu. Ef þú vilt prófa eitthvað með miklu próteininnihald getur vel verið að það falli að þínum smekk. Og hver veit kannski að Iso Whey endi með því að verða uppáhalds próteinið þitt!

112 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page